Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 11:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho blæs á sögusagnir um Ronaldo - „Fáránlegar"
Mynd: Getty Images

Jose Mourinho þverneitar fyrir það að hafa reynt að sannfæra Cristiano Ronaldo til að semja við Fenerbahce.


The Sun greindi frá því að Mourinho hafi hringt í Ronaldo en Mourinho hefur blásið á þessar sögusagnir.

„Fréttirnar um Cristiano Ronaldo til Fenerbahce eru fáránlegar. Cristiano gæti komið til Istanbul til að borða því það er á milli Sádí Arabíu og Portúgal. Kannski kemur hann til að hitta gamla vininn sinn Jose, við getum borðað saman á hótelinu mínu," sagði Mourinho.

Ronaldo er á risasamningi hjá Al Nassr í Sádí Arabíu en hann rennur út næsta sumar. Ronaldo og Mourinho unnu saman hjá Real Madrid á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner