Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 20:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Ungur KR-ingur skoraði í stórsigri Njarðvíkur
Óðinn í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn Víkingi snemma á þessu ári.
Óðinn í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn Víkingi snemma á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Símon Logi í leik í sumar.
Símon Logi í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 5 - 0 Keflavík
Símon Logi Thasaphong x2
Valdimar Jóhannsson x2
Óðinn Bjarkason

Undirbúningstímabilið hjá liðum í Lengjudeildinni er farið af stað og fór Suðurnesjaslagur fram í Reykjaneshöllinni í dag.

Njarðvíkur vann stórsigur, 5-0, en tvö af mörkunum komu úr vítaspyrnum.

Óðinn Bjarkason, sem samningsbundinn er KR, lék með Njarðvík í leiknum og skoraði sóknarmaðurinn eitt af mörkum Njarðvíkinga. Hann er átján ára og þreytti frumraun sína með KR í sumar. Hann skoraði tvennu í stórsigri KR gegn KÁ í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í vor og skoraði eitt í stórsigrinum gegn Fram undir lok tímabils. Hann lék einnig með KV í 3. deild í sumar, skoraði tvö mörk í fjórum leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingar fái Óðinn frá KR í vetur.

Hinir markaskorarar leiksins voru þeir Símon Logi Thasaphong sem gekk í raðir Njarðvíkur í sumar frá Grindavík og Valdimar Jóhannsson sem Njarðvík sótti frá Selfossi fyrr í vetur. Báðir skoruðu þeir tvennu.

Daníel Gylfason, sem lék með FC Árbæ í sumar, lék með Keflavík í leiknum.

Fótbolti.net fékk ábendingu um að Keflvíkingar hafi verið í jó-jó hlaupatesti í gær sem setti mögulega smá strik í reikninginn hjá þeim.

Keflavík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og Njarðvík endaði í 6. sæti.

Byrjunarlið Njarðvíkur: Bartos; Viðar Már, Sigurjón Már, Arnar Helgi, Haraldur Smári; Erlendur Guðna, Tómas Bjarki, Óðinn; Amin Cosic, Símon Logi, Freysteinn Ingi.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ásgeir Orri; Axel Ingi, Ásgeir Páll, Gunnlaugur Fannar, Aron Hákonar; Edon Osmani, Stefján Jón, Daníel, Valur Hákonar; Eiður Orri og Rúnar Ingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner