Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Við ætlum ekki að missa okkur í gleðinni
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Arne Slot segir að hann og leikmenn Liverpool ætli ekki að missa sig í gleðinni yfir því að vera með átta stiga forystu á toppnum.

Liverpool vann 3-2 baráttusigur á Southampton á St. Mary's í dag og er það nú með átta stiga forystu á Manchester City.

Toppliðið var 2-1 undir þegar hálftími var eftir en mistök Alex McCarty hleyptu Liverpool inn í leikinn og gat Mohamed Salah jafnaði metin áður en hann tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu undir lokin.

„Við erum auðvitað mjög ánægðir og sérstaklega í ljósi þess að við vorum 2-1 undir eftir klukkutíma. Það endurspeglaði ekki alveg hvernig fyrsti klukkutíminn var spilaður því við vorum með öll völd á leiknum, sem var alls ekki auðvelt. Ég hef séð marga leiki þar sem Southampton var með yfirráð.“

„Maður er í skýjunum með að vinna 3-2 eftir að hafa verið 2-1 undir.

„Við vitum að við getum alltaf treyst á Salah þegar hlutirnir eru ekki að ganga vel hjá okkur. Tilfinningin var ekki alveg þannig að við værum að fara skora eftir að við lentum 2-1 undir en síðan kom frábær sending frá Ryan Gravenberch. Tímasetningin á hlaupinu og afgreiðslan hjá Mo var sérstök og það kom okkur aftur inn í leikinn.“


Slot segir að leikmenn séu ekki farnir að láta sig dreyma um titilinn á þessum tímapunkti. Næst er það Manchester City á Anfield og er þar möguleiki fyrir Liverpool að stinga Englandsmeistarana af í titilbaráttunni.

„Seint á síðasta tímabili var Arsenal með átta stiga forystu en Man City kom til baka. Arsenal, Chelsea, Man City og öll hin liðin geta unnið svo marga leiki í röð. Það er notalegt að vera í þessari stöðu, en við erum ekkert að missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í lokin.
Athugasemdir
banner
banner