Spænski markvörðurinn David De Gea er að elska lífið í Flórens en hjálpaði svo sannarlega til þegar Fiorentina vann sjöunda deildarleik sinn í röð í gær.
De Gea samdi við Fiorentina fyrir tímabilið eftir að hafa verið frá fótbolta í heilt ár.
Hann hafði staðið í rammanum hjá Manchester United í tólf tímabil þar á undan en þetta ár gerði honum gott því hann hefur verið einn af bestu mönnum Fiorentina á þessu tímabili.
Þegar aðeins hálftími var eftir af leiknum í gær fékk Como þrjú dauðafæri til að jafna leikinn en De Gea varði öll. Undir lokin skoraði Flórensarliðið annað markið og tryggði sjöunda deildarsigurinn en þrefalda vörslu De Gea má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir