Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 18:34
Brynjar Ingi Erluson
England: Jafntefli í frumraun Amorim
Ruben Amorim byrjar stjórnartíð sína hjá United á jafntefli
Ruben Amorim byrjar stjórnartíð sína hjá United á jafntefli
Mynd: Getty Images
Omari Hutchinson skoraði jöfnunarmark Ipswich
Omari Hutchinson skoraði jöfnunarmark Ipswich
Mynd: Getty Images
Ipswich Town 1 - 1 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('2 )
1-1 Omari Hutchinson ('43 )

Ipswich Town og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Portman Road í dag.

Ruben Amorim var að stýra United í fyrsta sinn og gat hann ekki beðið um betri byrjun.

Marcus Rashford skoraði fyrir United á 2. mínútu. Eftir góðan sprett frá Amad Diallo kom boltinn fyrir markið og á nærstöngina þar sem Rashford mætti og skilaði boltanum í netið.

Christian Eriksen átti því næst skot rétt framhjá markinu en Ipswich tókst að vinna sig betur inn í leikinn.

Andre Onana var besti maður United í leiknum. Hann átti flotta vörslu frá Sammie Szmodics en gat lítið gert í jöfnunarmarkinu sem Omari Hutchinson skoraði á 43. mínútu.

Wes Burns fann Hutchinson fyrir utan teiginn, sem seti boltann á vinstri og teiknaði hann efst í vinstra hornið.

Ipswich kom sterkara út í síðari hálfleikinn og fékk Liam Delap þeirra hættulegasta færi er Wes Burns kom með fyrirgjöfina inn á teiginn en aftur varði Onana frábærlega.

Á lokakaflanum komst Bruno Fernandes næst því að sækja öll stigin fyrir United en aukaspyrna hans fór rétt framhjá markinu.

Lokatölur á Portman Road, 1-1. Man Utd er með 16 stig í 12. sæti deildarinnar en Ipswich í 18. sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner