Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Dan spilaði í sögulegum sigri Orlando
Dagur Dan er kominn í úrslit Austur-deildar
Dagur Dan er kominn í úrslit Austur-deildar
Mynd: Getty Images
Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City mörðu 1-0 sigur á Atlanta United og tryggðu sér um leið farseðilinn í úrslit Austur-deildar í MLS-bikarnum í kvöld.

Bakvörðurinn hefur notið sín vel í liði Orlando á tímabilinu og var meðal annars tilnefndur sem varnarmaður ársins eftir að deildarkeppninni lauk.

Hann átti flottan leik í sigrinum í kvöld en sigurmarkið gerði argentínski sóknarmaðurinn Ramon Enrique þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik.

Orlando mætir New York Red Bulls í úrslitum Austur-deildar á meðan Seattle Sounders mun spila við Los Angeles Galaxy eða Minnesota United í úrslitum Vestur-deildar.

Sigur Orlando í kvöld var sögulegur en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst í úrslit Austur-deildar.


Athugasemdir
banner
banner