Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu frábært jöfnunarmark Hutchinson gegn Man Utd
Omari Hutchinson
Omari Hutchinson
Mynd: Getty Images
Nýliðar Ipswich Town eru búnir að jafna gegn Manchester United á Portman Road.

Ruben Amorim fékk draumabyrjun með United er Marcus Rashford skoraði eftir fallega skyndisókn á 2. mínútu.

Ipswich hefur verið pressa á United og var jöfnunarmark Omari Hutchinson vel verðskuldað.

Hutchinson skoraði nokkur falleg mörk fyrir utan teig á síðustu leiktíð með Ipswich og í dag kom fyrsta mark hans á tímabilinu. Hann fékk boltann hægra megin við teiginn, setti hann á vinstri og teiknaði hann efst í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Andre Onana í markinu.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu glæsimark Hutchinson hér
Athugasemdir
banner
banner