Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 23. nóvember 2024 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Hrósar ungstirninu í hástert - „Vonandi getum við byggt eitthvað fallegt“
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í 3-0 sigri Arsenal á Nottingham Forest á Emirates í dag.

Nwaneri þykir mikið efni en hann hefur verið að fá fleiri tækifæri á þessu tímabili og meðal annars skorað tvö mörk í enska deildabikarnum.

Hann gerði þriðja og síðasta mark Arsenal undir lokin gegn Forest í dag.

„Það var gott að sjá áhrifin sem varamennirnir höfðu á leikinn. Allir verða að finna það að þeir séu mikilvægir. Þetta var gott eftirmiðdegi.“

„Hann er annar yngsti markaskorari félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það eitt og sér er sögulegt. Hann er hugrakkur og þú sást bara viðbrögð stuðningsmanna sem sungu að hann væri einn af okkur. Við verðum að taka þetta skref fyrir skref og sjá til þess að sementið þorni ekki. Vonandi getum við byggt eitthvað fallegt með honum,“
sagði Arteta.

Martin Ödegaard er kominn á fullt með Arsenal og segir Arteta enga tilviljun að liðið sé að spila betur.

„Þetta er engin tilviljun. Það er öðruvísi flæði á liðinu þegar hann spilar,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner