Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 13:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frederik Schram aftur til Roskilde (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Frederik Schram staðfesti það fyrr í þessum mánuði að hann muni ekki spila áfram á Íslandi eftir að samningur hans við Val rann út.

Hann hefur nú fundið sér nýtt félag en hann snýr aftur til Roskilde í Danmörku. Hann skrifar undir samning sem gildir til ársins 2027.


Þessi 29 ára gamli markvörður spilaði með Roskilde frá 2016-2019 og er nú mættur aftur. Liðið er á botninum í næst efstu deild í Danmörku. Hann er uppalinn hjá B93 og OB. Hann lék með Vestsjælland, Roskilde, SönderjyskE og Lyngby áður en hann samdi við Val.

Frederik er með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og danskt, en hann lék með Val í tvö og hálft ár. Hann lék tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands og á að baki sjö leiki með A-landsliðinu. Árið 2018 var hann hluti af hópnum sem fór á HM í Rússlandi.


Athugasemdir
banner
banner