Leiknir 4 - 2 Þróttur V.
Markaskorarar Leiknis: Shkelzen Veseli, Egill Ingi Benediktsson, Patryk Hryniewicki, Gísli Alexander Ágústsson.
Markaskorari Þróttar: Guðni Sigþórsson
Markaskorarar Leiknis: Shkelzen Veseli, Egill Ingi Benediktsson, Patryk Hryniewicki, Gísli Alexander Ágústsson.
Markaskorari Þróttar: Guðni Sigþórsson
Leiknir vann á dögunum 4-2 sigur á Þrótti Vogum í æfingaleik sem fram fór á gervigrasvelli Leiknismanna. Leiknir endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Í byrjunarliði Leiknis var Andi Morina (2003) sem lék með Elliða á láni frá Þrótti Reykjavík í sumar. Í seinni hálfleik kom svo Leiknismaðurinn Árni Elvar Árnason inn á en hann lék með Þór síðasta sumar.
Grenvíkingurinn Guðni Sigþórsson skoraði bæði mörk Þróttara í leiknum. Í byrjunarliði Þróttara var Sigurður Agnar Arnþórsson sem lék með Vængjum Júpíters á síðasta tímabili.
Þróttur Vogum endaði í 3. sæti 2. deildar í sumar, stigi á eftir Völsungi sem fór upp. Gunnar Már Guðmundsson er þjálfari Þróttara og Ólafur Hrannar Kristjánsson er þjálfari Leiknis.
Byrjunarlið Leiknis: Bjarki Arnaldar; Marko Zivkovic, Andi Hoti, Patryk, Egill Ingi; Shkelzen, Kári Steinn, Gísli Alexander; Róbert Quental, Stefan Bilic, Andi Morina.
Byrjunarlið Þróttara: Jökull Blængs; Jón Veigar, Hilmar Starri, Kostiantyn, Jón Kristinn; Þorgeir Ingvars, Julian Ingi, Sigurður Agnar; Jóhann Þór, Guðni Sigþórs.
Athugasemdir