Það verður hópur njósnara frá nokkrum af stærstu félögum Evrópu á Estadio Jose Alvalade, heimavelli Sporting í Lissabon annað kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn í Meistaradeild Evrópu.
Meðal annars hafa njósnarar Manchester City og Manchester United boðað komu sína en þeir ætla að fylgjast með sóknarmanninum Viktor Gyökeres.
Þessi 26 ára Svíi hefur orðið einn umtalaðasti leikmaður Evrópu enda þegar kominn með 30 mörk á tímabilinu.
Meðal annars hafa njósnarar Manchester City og Manchester United boðað komu sína en þeir ætla að fylgjast með sóknarmanninum Viktor Gyökeres.
Þessi 26 ára Svíi hefur orðið einn umtalaðasti leikmaður Evrópu enda þegar kominn með 30 mörk á tímabilinu.
Njósnarar frá Bayern München, Atletico Madrid og Barcelona verða einnig á leiknum til að fylgjast með honum.
Spænskir fjölmiðlar telja þó ólíklegt að Barcelona hafi efni á því að kaupa leikmanninn næsta sumar. Sjálfur hefur Gyökeres sagt að hann muni klára tímabilið með Sporting.
Athugasemdir