Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 25. nóvember 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Vinicius Junior ekki með gegn Liverpool - Væntanlega frá út árið
Vini Jr er meiddur í læri.
Vini Jr er meiddur í læri.
Mynd: EPA
Diario AS greinir frá því að Vinicius Junior verði líklega frá fram að áramótum vegna meiðsla í læri.

Vinicius er einn besti leikmaður heims, að margra mati sá besti í dag. Hann hefur átt frábært tímabil og skoraði gegn Leganes í gær.

Það eru mjög vondar fréttir fyrir Real Madrid sem heimsækir Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudag. Madrídarliðið þarf á sigri að halda á Anfield í baráttunni um að enda í topp átta.

Eftir þann leik bíða leikir gegn Athletic Club, Girona, Atalanta og Rayo Vallecano.

Vinicius hefur skorað tólf mörk og átt átta stoðsendingar á þessu tímabili. Meiðsli hans þýða að Kylian Mbappe mun væntanlega fá að spila sína uppáhalds stöðu vinstra megin næstu vikurnar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 14 11 1 2 42 14 +28 34
2 Real Madrid 13 9 3 1 28 11 +17 30
3 Atletico Madrid 14 8 5 1 21 8 +13 29
4 Villarreal 13 7 4 2 25 21 +4 25
5 Athletic 14 6 5 3 20 13 +7 23
6 Osasuna 14 6 4 4 19 22 -3 22
7 Girona 14 6 3 5 20 18 +2 21
8 Mallorca 14 6 3 5 13 12 +1 21
9 Betis 14 5 5 4 16 16 0 20
10 Real Sociedad 14 5 3 6 11 11 0 18
11 Celta 14 5 3 6 22 24 -2 18
12 Sevilla 14 5 3 6 13 18 -5 18
13 Vallecano 13 4 4 5 13 14 -1 16
14 Leganes 14 3 5 6 13 19 -6 14
15 Getafe 14 2 7 5 10 11 -1 13
16 Alaves 14 4 1 9 15 24 -9 13
17 Las Palmas 14 3 3 8 18 25 -7 12
18 Valencia 12 2 4 6 12 19 -7 10
19 Espanyol 13 3 1 9 12 26 -14 10
20 Valladolid 14 2 3 9 10 27 -17 9
Athugasemdir
banner
banner