Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Götze hetja Frankfurt
Mario Götze skoraði sigurmarkið
Mario Götze skoraði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 1 - 0 Werder
1-0 Mario Gotze ('45 )

Mario Götze var hetja Eintracht Frankfurt sem lagði Werder Bremen að velli, 1-0, í þýsku deildinni í kvöld. Sigur Frankfurt var sá fimmti í röð í öllum keppnum.

Eina markið kom undir lok fyrri hálfleiks eftir frábært samspil Frankfurt-manna.

Sendingin kom frá vinstri inn á teiginn á Hugo Ekitike sem potaði honum fyrir Götze og var eftirleikurinn auðveldur.

Leikurinn var einstefna frá A til Ö. Frankfurt fékk fullt af færum til að gera út um leikinn en fór illa með þau.

Undir lokin fékk Bremen hættulegasta færi sitt í leiknum er Mitchell Weiser skallaði föstum bolta í átt að marki en Kevin Trapp var vel vakandi og tókst að verja boltann yfir markið.

Frankfurt er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig, sex stigum á eftir Bayern, en Bremen í 10. sæti með 15 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 11 3 1 47 13 +34 36
2 Leverkusen 15 9 5 1 37 21 +16 32
3 Eintracht Frankfurt 15 8 3 4 35 23 +12 27
4 RB Leipzig 15 8 3 4 24 20 +4 27
5 Mainz 15 7 4 4 28 20 +8 25
6 Dortmund 15 7 4 4 28 22 +6 25
7 Werder 15 7 4 4 26 25 +1 25
8 Gladbach 15 7 3 5 25 20 +5 24
9 Freiburg 15 7 3 5 21 24 -3 24
10 Stuttgart 15 6 5 4 29 25 +4 23
11 Wolfsburg 15 6 3 6 32 28 +4 21
12 Union Berlin 15 4 5 6 14 19 -5 17
13 Augsburg 15 4 4 7 17 32 -15 16
14 St. Pauli 15 4 2 9 12 19 -7 14
15 Hoffenheim 15 3 5 7 20 28 -8 14
16 Heidenheim 15 3 1 11 18 33 -15 10
17 Holstein Kiel 15 2 2 11 19 38 -19 8
18 Bochum 15 1 3 11 13 35 -22 6
Athugasemdir
banner
banner
banner