Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 08:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Logi og Orri bestir hjá Íslandi í Þjóðadeildinni
Icelandair
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, leikmaður norska liðsins Strömsgodset, var besti leikmaður Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net en hann fékk 7 í meðaleinkunn.

Hann fékk hæstu einkunn riðilsins þegar hann breytti leiknum gegn Wales á Laugardalsvelli, fyrir þann leik fékk hann 9.

Til að vera gjaldgengur í þessari úttekt þurfti leikmaður að spila að minnsta kosti fjóra af sex leikjum riðilsins. Næst hæstur í einkunnagjöfinni var Orri Steinn Óskarsson með 6,83 í meðaleinkunn en hann skoraði þrjú mörk í riðlinum. Jón Dagur Þorsteinsson er í þriðja sæti og Jóhann Berg Guðmundsson í því fjórða.

Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins og fer í umspil um að halda sér í B-deildinni, tveggja leikja einvígi gegn Kosóvó í mars.

Meðaleinkunn (4 leikir eða meira)
Logi Tómasson 7
Orri Steinn 6,83
Jón Dagur 6,67
Jóhann Berg 6,5
Andri Lucas 6,34
Hákon Rafn 6,3
Arnór Ingvi 6,25
Stefán Teitur 6,2
Valgeir Lunddal 5,4
Mikael Egill 5,38
Willum 5
Daníel Leó 4,75

3 leikir:
Mikael Anderson 6,67
Ísak Bergmann 6,5
Guðlaugur Victor 5,75
Sverrir Ingi 5,4

2 leikir:
Hjörtur Hermanns 6
Gylfi 6
Alfons 4,5
Kolbeinn Birgir 3,5

1 leikur:
Aron Einar 6
Arnór Sig 6
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner