Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 15:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fjórir leikir í röð án sigurs hjá Dusseldorf - Jói Berg lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Dusseldorf þegar liðið tapaði gegn Elversberg í næst efstu deild í Þýskalandi í dag.


Leiknum lauk með 2-0 sigri Elversberg en þetta var fjórði leikurinn í röð sem Dusseldorf mistekst að vinna. Ísak lék allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var ónotaður varamaður. Liðið er í 6. sæti meeð 21 stig eftir 13 umferðir.

Hertha Berlin og Ulm gerði 2-2 jafntefli en Jón Dagur Þorsteinsson inn á hjá Hertha undir lok leiksins. Liðið er í 11. sæti með 18 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al Orobah þegar liðið tapaði 3-1 gegn Al-Raed í sádí arabísku deildinni. Jóhann lagði upp fyrsta mark leiksins en Al-Raed svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks og þriðja markið kom eftir tæpan klukkutíma um það bil sem Jóhann Berg var tekinn af velli. Liðið er með 10 stig eftir 11 umferðir í 13. sæti.

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn þegar Birmingham tapaði 3-2 gegn Shrewsbury í ensku C-deildinni en Alfons Sampsted var ekki í hópnum. Liðið mistókst að koma sér á toppinn en Birmingham er með 30 stig eftiir 14 umferðir í 3. sæti.

Jason Daði Svanþórsson kom inn á sem varamaður þegar Grimsby tapaði 1-0 gegn Colchester í D deildinni. Grimsby er í 7. sæti með 25 stig eftir 17 umferðir.

Þá spilaði Róbert Orri Þorkelsson í 2-1 sigri Kongsvinger gegn Egersund. Liðið mætir Moss í undanúrslitum um sæti í efstu deild í Noregi.


Athugasemdir
banner