Owen Hargreaves segir að Rúben Amorim hafi augljóslega verið pirraður út í ýmsa leikmenn Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Ipswich, fyrsta leik Portúgalans með stjórnartaumana.
Ljóst er að Amorim mun þurfa tíma til að koma sínu handbragði á liðið og hann hefur kallað eftir þolinmæði frá stuðningsmönnum.
Hargreaves, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, sat rétt hjá varamannabekk United í leiknum í gær og segir augljóst að Amorim hafi verið svekktur með frammistöðu ýmissa leikmanna sinna, þar á meðal Diogo Dalot, Joshua Zirkzee, Rasmus Höjlund, og Marcus Rashford.
Ljóst er að Amorim mun þurfa tíma til að koma sínu handbragði á liðið og hann hefur kallað eftir þolinmæði frá stuðningsmönnum.
Hargreaves, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, sat rétt hjá varamannabekk United í leiknum í gær og segir augljóst að Amorim hafi verið svekktur með frammistöðu ýmissa leikmanna sinna, þar á meðal Diogo Dalot, Joshua Zirkzee, Rasmus Höjlund, og Marcus Rashford.
„Hann var augljóslega mjög pirraður, ég ætla ekki að ljúga. Hann var rétt fyrir framan mig og það var fullt af hlutum sem fóru í taugarnar á honum. Hann var ósáttur við staðsetningu Dalot í fyrri hálfleik, hann var ósáttur við jafnvægið á miðjunni og þegar Zirkzee kom inná var hann ekki ánægður með staðsetningu hans og Höjlund. Það er greinulega fullt af atriðum sem hann vill bæta," segir Hargreaves.
„Fyrir leikinn sáum við allir brosið og sjarmann frá Rúben Amorim en þegar leikurinn fór af stað var hann virkilega pirraður. Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði miklu erfiðara en hann hafði ímyndað sér."
Hargreaves telur að Kobbie Mainoo og Manuel Ugarte muni verða byrjunarliðsmenn Amorim á miðsvæðinu. Hann efast um að hægt sé að para Christian Eriksen og Casemiro á úrvalsdeildarmiðju í dag.
„Ef þú heldur að það virki að vera með Eriksen og Casemiro tvo saman á miðju í ensku úrvalsdeildinni þá muntu lenda í basli. Það kom mér mikið á óvart að Mainoo kæmi ekki in af bekknum. Ég held það muni taka smá tíma fyrir Amorim að finna sitt besta lið. Ég bjóst við miklu meiru en það verður að hrósa Ipswich. Mér fannst þeir leika frábærlega."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 18 | 10 | 6 | 2 | 37 | 19 | +18 | 36 |
3 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
4 | Nott. Forest | 18 | 9 | 5 | 4 | 23 | 19 | +4 | 32 |
5 | Newcastle | 18 | 8 | 5 | 5 | 28 | 21 | +7 | 29 |
6 | Bournemouth | 18 | 8 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 29 |
7 | Man City | 18 | 8 | 4 | 6 | 30 | 26 | +4 | 28 |
8 | Aston Villa | 18 | 8 | 4 | 6 | 26 | 27 | -1 | 28 |
9 | Fulham | 18 | 6 | 8 | 4 | 24 | 22 | +2 | 26 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 18 | 7 | 3 | 8 | 39 | 25 | +14 | 24 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | Man Utd | 17 | 6 | 4 | 7 | 21 | 22 | -1 | 22 |
14 | West Ham | 18 | 5 | 6 | 7 | 22 | 30 | -8 | 21 |
15 | Everton | 17 | 3 | 8 | 6 | 15 | 22 | -7 | 17 |
16 | Crystal Palace | 18 | 3 | 8 | 7 | 18 | 26 | -8 | 17 |
17 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
18 | Wolves | 17 | 3 | 3 | 11 | 27 | 40 | -13 | 12 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 18 | 1 | 4 | 13 | 11 | 36 | -25 | 7 |
Athugasemdir