Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Tipsbladet 
„Aldei séð annan leikmann eins og hann“
Alexander Rafn Pálmason
Alexander Rafn Pálmason
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, æfir þessa dagana með danska stórliðinu FCK, en danska blaðið Tipsbladet ræddi aðeins við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, og Guðmund Óskar Pálsson, stjórnarmann félagsins, um þennan efnilega leikmann.

Unglingalandsliðsmaðurinn skráði sig á spjöld sögunnar á Íslandi í lok sumars í leik gegn ÍA.

KR-ingar voru með góða forystu þegar komið var inn í uppbótartíma. Staðan var 4-2 og þá taldi Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, rétta augnablikið til að kynna hinn 14 ára gamla Alexander Rafn til leiks.

Þegar hann steig inn á völlinn varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila í efstu deild, en hann lék þrjá leiki til viðbótar í deildinni áður en tímabilinu lauk.

„Ég get sagt þér það að ég hef aldrei séð annan leikmann eins og hann. Hann er svo áreiðanlegur og hefur spilað fyrir meistaraflokk KR, þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gamall,“ sagði Páll í stuttu samtali við Tipsbladet.

Veglegt hrós frá formanninum sem hefur séð marga hæfileikaríka leikmenn koma upp úr yngri flokkum KR.

Tipsbladet ræddi næst við Guðmund Óskar sem sagði Alexander með sjaldgæfa hæfileika.

„Þetta eru hæfileikar sem þú sérð einu sinni á hverjum tíu árum hér á Íslandi. Hann er klassísk 'átta' og líkamlega sterkur. Hann er mjög jarðbundinn og góður strákur. Hann æfir af krafti og stefnir á að fara út í atvinnumennsku.“

„Hann er mjög skarpur og gæti ekki verið meira sama um að spila gegn fullorðnum leikmönnum. Hann bara keyrir á þetta og pælir ekkert í því þó hann sé að mæta reynslumiklum varnarmanni. Það er ekki bara það að hann hefur líkamlegt forskot, heldur er hann gáfaður og veit hvernig á að komast hjá því að fara í návígi.“

„Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sinnar kynslóðar hér á Íslandi. Hann er með sömu hráu hæfileika og Albert Guðmundsson hafði og í dag spilar hann með Fiorentina. Ég þjálfaði Albert þegar hann var fimm eða sex ára og maður sér sömu hæfileika í Alex,“
sagði Guðmundur við Tipsbladet.

Alexander mun æfa með FCK næstu vikuna og fara til Englands með U15 ára liðinu. Þar mun hann leika tvo leiki gegn Manchester City og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner