Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Gauti í KR (Staðfest)
Eiður Gauti er kominn í KR
Eiður Gauti er kominn í KR
Mynd: KR
Knattspyrnudeild KR tilkynnti fyrri í dag um kom Atla Hrafns Andrasonar til félagsins og nú rétt í þessu kynnti félagið komu Eiðs Gauta Sæbjörnssonar en báðir koma frá HK.

Eiður Gauti er 25 ára gamall sóknarmaður en hann skrifaði undir tveggja ára samning við KR.

Hann er uppalinn í HK og lék nokkra leiki með liðinu í Inkasso-deildinni frá 2016 til 2018 áður en hann skipti yfir í Ými.

Framherjinn raðaði inn mörkum með Ými í neðri deildunum áður en hann skipti aftur yfir í HK fyrir nýafstaðið tímabil.

Í sumar skoraði hann fjögur mörk í 14 leikjum í deild- og bikar, en hann missti aðeins úr vegna meiðsla sem hann var fyrir um mitt sumar.

Hann fetar nú í fótspor föður síns, Sæbjörns Guðmundssonar, sem spilaði 154 leiki og skoraði 20 mörk í efstu deild með KR-ingum.


Athugasemdir
banner
banner