Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lukaku skaut Napoli aftur á toppinn
Romelu Lukaku skoraði sigurmark Napoli
Romelu Lukaku skoraði sigurmark Napoli
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku sá til þess að skjóta Napoli aftur á toppinn í Seríu A á Ítalíu í dag en hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á Roma.

Napoli þurfti á þremur stigum að halda til að endurheimta toppsætið og tókst það nokkuð auðveldlega þó sigurinn hafi verið naumur.

Liðið var með yfirburði á vellinum og fékk mörg góð færi í fyrri hálfleiknum til að taka forystuna en nýtti ekki. Snemma í síðari hálfleiknum tókst Lukaku að skora eina mark leiksins.

Giovanni Di Lorenzo fékk háa sendingu, sem hann tók á móti með bringunni áður en hann keyrði inn í teiginn. Sendingin kom beint fyrir markið og náði Lukaku að teygja sig í boltann og koma honum í netið.

Lukaku hefur nú skorað fimm mörk og gefið fjórar stoðsendingar í ellefu leikjum sínum með Napoli í deildinni.

Roma fékk eitt frábært færi til að jafna metin er Artem Dovbyk stangaði aukaspyrnu Angelino í þverslá. Það var eina færið sem hæfði markið hjá Napoli.

1-0 sigur Napoli staðreynd og liðið nú með 29 stig á toppnum á meðan Roma er í 12. sæti með 13 stig.

Lazio vann tíu leikmenn Bologna 3-0. Tommaso Pobega fékk tvö gul spjöld í liði Bologna á tólf mínútum í fyrri hálfleik og átti það eftir að reynast dýrkeypt fyrir gestina.

Samuel Gigot og Mattia Zaccagni skoruðu tvö mörk á fjórum mínútum í síðari hálfleik áður en Fisayo Dele-Bashiru gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Lazio er í 5. sæti með 28 stig, einu stigi frá toppnum, en Bologna í 8. sæti með 18 stig.

Lazio 3 - 0 Bologna
1-0 Samuel Gigot ('68 )
2-0 Mattia Zaccagni ('72 )
3-0 Fisayo Dele-Bashiru ('90 )
Rautt spjald: Tommaso Pobega, Bologna ('35)

Napoli 1 - 0 Roma
1-0 Romelu Lukaku ('54 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 16 11 4 1 42 15 +27 37
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner
banner