Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Atli Hrafn heim í KR (Staðfest)
Atli Hrafn er kominn heim í KR
Atli Hrafn er kominn heim í KR
Mynd: KR
Atli Hrafn Andrason er kominn aftur heim í KR en hann kemur til félagsins frá HK. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins í dag.

Atli Hrafn er 25 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum.

Hann er uppalinn í KR en fór 17 ára gamall til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham.

Atli kom aftur heim árið 2018 og samdi þá við Víking. Hann spilaði þrjú tímabil með liðinu og varð bikarmeistari einu sinni áður hann skipti stutt yfir í Breiðablik og þaðan í ÍBV.

KR-ingurinn lék tvö tímabil með ÍBV áður en hann skipti yfir í HK fyrir tveimur árum. Í sumar spilaði hann 25 leiki og skoraði 2 mörk er HK féll niður í Lengjudeildina.

Á dögunum var greint frá því að Atli væri búinn að yfirgefa herbúðir HK og væri á leið í KR en knattspyrnudeild KR tilkynnti félagaskipti hans í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, hefur sótt marga leikmenn frá því hann kom til félagsins í sumar, en hann þekkir vel til Andra eftir að hafa þjálfað hann í yngri flokkum KR.
Athugasemdir
banner