Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Endurkoma hjá Atlético - Bætti upp fyrir sjálfsmarkið
Alexander Sorloth og Antoine Griezmann sáu um að ná í sigur fyrir Atlético
Alexander Sorloth og Antoine Griezmann sáu um að ná í sigur fyrir Atlético
Mynd: EPA
Hugo Duro skoraði sjálfsmark í fyrri en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum í seinni
Hugo Duro skoraði sjálfsmark í fyrri en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum í seinni
Mynd: EPA
Atlético Madríd vann góðan 2-1 endurkomusigur á Deportivo Alaves í La Liga í dag.

Madrídarliðið lenti marki undir á 7. mínútu er Jon Guridi skoraði úr vítaspyrnu fyrir gestina.

Heimamenn fengu einnig vítaspyrnu í leiknum þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og skoraði Antoine Griezmann af öryggi úr spyrnunni áður en norski framherjinn Alexander Sorloth tryggði sigurinn.

Real Mallorca tókst þá að bjarga andliti í 3-2 sigri á Las Palmas en Mallorca komst í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleiknum og tókst síðan að glutra henni niður í restina.

Dario Essugo og Fabio Silva skoruðu fyrir Las Palmas áður en Vedat Muriqi, framherji Mallorca, fékk að líta rauða spjaldið. Útlitið var ekki gott en vinstri bakvörðurinn Johan Mojica sá til þess að sækja öll þrjú stigin fyrir Mallorca.

Hugo Duro var allt í öllu í 4-2 sigri Valencia á Real Betis. Cesar Tarrega kom heimamönnum í Valencia á bragðið á 9. mínútu en Duro setti boltann í eigið net skömmu síðar.

Hann bætti upp fyrir það snemma í síðari hálfleik með tveimur mörkum á þremur mínútum áður en Diego Lopez gerði fjórða og síðasta mark Valencia. Ezquiel Avila minnkaði muninn fyrir Betis tíu mínútum síðar en lengra komst Betis ekki.

Las Palmas 2 - 3 Mallorca
0-1 Dani Rodriguez ('46 )
0-2 Robert Navarro ('56 )
1-2 Dario Essugo ('77 )
2-2 Fabio Silva ('83 , víti)
2-3 Johan Mojica ('90 )
Rautt spjald: Vedat Muriqi, Mallorca ('88)

Valencia 4 - 2 Betis
1-0 Cesar Tarrega ('8 )
1-1 Hugo Duro ('14 , sjálfsmark)
2-1 Hugo Duro ('50 )
3-1 Hugo Duro ('53 )
4-1 Diego Lopez Noguerol ('56 )
4-2 Ezequiel Avila ('66 )

Atletico Madrid 2 - 1 Alaves
0-1 Jon Guridi ('7 , víti)
1-1 Antoine Griezmann ('76 , víti)
2-1 Alexander Sorloth ('86 )

Girona 4 - 1 Espanyol
1-0 Bryan Gil ('4 )
2-0 Bojan Miovski ('16 )
3-0 Bojan Miovski ('21 )
4-0 Ladislav Krejci ('27 )
4-1 Javi Puado ('55 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 18 12 5 1 33 12 +21 41
2 Real Madrid 18 12 4 2 41 18 +23 40
3 Barcelona 19 12 2 5 51 22 +29 38
4 Athletic 19 10 6 3 29 17 +12 36
5 Villarreal 18 8 6 4 34 30 +4 30
6 Mallorca 19 9 3 7 19 21 -2 30
7 Betis 18 6 7 5 21 22 -1 25
8 Osasuna 18 6 7 5 23 27 -4 25
9 Real Sociedad 18 7 4 7 16 13 +3 25
10 Girona 18 7 4 7 26 25 +1 25
11 Celta 18 7 3 8 27 28 -1 24
12 Vallecano 18 5 7 6 20 21 -1 22
13 Las Palmas 18 6 4 8 23 27 -4 22
14 Sevilla 18 6 4 8 20 27 -7 22
15 Leganes 18 4 6 8 17 28 -11 18
16 Alaves 18 4 5 9 21 30 -9 17
17 Getafe 18 3 7 8 11 15 -4 16
18 Espanyol 18 4 3 11 16 30 -14 15
19 Valencia 17 2 6 9 16 26 -10 12
20 Valladolid 18 3 3 12 12 37 -25 12
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner