Gary O'Neil, stjóri Wolves, er hræddur um að missa Matheus Cunha frá félaginu en hann hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð.
Cunha er kominn með sjö mörk og þrjár stoðsendingar á þessari leiktíð en hann skoraði tvennu og lagði upp eitt í 4-1 sigri á Fulham í gær.
„Það eru engin takmörk fyrir því hvert hann getur komist, getulega séð. Hann verður hjá Wolves eins lengi og hægt er en eftir þetta eru engin takmörk fyrir því hvert hann getur farið," sagði O'Neil.
„Það vita allir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Hann er ekki sá Matheus sem hann var þegar hann kom fyrst. Þetta var það besta sem ég hef séð frá honum án bolta."
Athugasemdir