Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 16:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cooper rekinn frá Leicester (Staðfest)
Mynd: EPA

Steve Cooper hefur verið rekinn úr starfi sem stjóri Leicester eftir slæma byrjun á tímabilinu í úrvalsdeildinni.


Liðið er tveimur stigum frá fallsæti en liðið tapaði gegn Chelsea á heimavelli í gær sem gerði útslagið.

Cooper tók við liðinu í sumar og hefur aðeins unnið tvo leiki af tólf í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ben Dawson sem er í þjálfarateyminu mun stýra æfingum liðsins þangað til eftirmaður Cooper verður ráðinn. Alan Tate, aðstoðarþjálfari og Steve Rands sem var í þjálfarateymi Cooper hafa einnig yfirgefið félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner