Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 23. nóvember 2024 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Maddison með tvö mörk á sjö mínútum á Etihad
James Maddison skoraði tvö góð mörk
James Maddison skoraði tvö góð mörk
Mynd: Getty Images
Ótrúlegir hlutir eru að gerast á Etihad-leikvanginum í Manchester en Tottenham er komið í 2-0 forystu eftir tuttugu mínútur.

Man City hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir þennan leik og stefnir allt í fimmta tapið.

Liðið byrjaði mun betur á heimavelli sínum en það var Tottenham sem tók óvænt forystuna á 13. mínútu. Dejan Kulusevski fékk boltann á hægri vængnum, beið eftir hlaupi Maddison áður en hann fleygði boltanum á fjær á Englendinginn sem skoraði með góðu skoti í vinstra hornið.

Sjáðu fyrra markið hjá Maddison

Sjö mínútum síðar gerði Maddison annað markið eftir slaka sendingu Josko Gvardiol. Maddison komst inn í sendinguna, sendi á Heung-Min Son sem kom honum aftur í hlaupaleið Maddison. Englendingurinn var kominn i þröng færi en tókst að vippa boltanum yfir Ederson og í netið.

Staðan 2-0 fyrir Tottenham á Etihad.

Sjáðu seinna mark Maddison
Athugasemdir