Jónatan Guðni Arnarsson hefur verið á reynslu hjá sænska félaginu Norrköping. Hann hefur í vetur farið í tvígang til Norrköping og spilaði á dögunum æfingaleik með liðinu. Hann er 17 ára kantmaður sem skoraði eitt mark í Lengjudeildinni og eitt í bikarnum í sumar.
Hann var í viðtali við staðarmiðilinn NT í kringum leikinn og sagði þá frá því að Brann í Noregi og KR hafi einnig sýnt sér áhuga. Jónatan er leikmaður Fjölnis en segir í viðtalinu að hann búist við því að fara frá félaginu í vetur.
Hann var í viðtali við staðarmiðilinn NT í kringum leikinn og sagði þá frá því að Brann í Noregi og KR hafi einnig sýnt sér áhuga. Jónatan er leikmaður Fjölnis en segir í viðtalinu að hann búist við því að fara frá félaginu í vetur.
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR og yfirmann fótboltamála hjá félaginu, og var hann spurður út í hinn efnilega Jónatan.
„Við gerðum tilboð í hann og því var hafnað. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og klárt mál að við hefðum haft áhuga á að fá hann. Hann æfði með okkur í vær vikur áður en hann fór út til Norrköping, virkilega spennandi leikmaður," segir Óskar Hrafn.
Jónatan er unglingalandsliðsmaður sem samningsbundinn er Fjölni út tímabilið 2026.
Tränaren berömmer flera spelare efter IFK:s 5–4-förlust i årets sista match. Nu väntar provspelaren Jónatan Gudni Arnarsson på ett framtidsbesked. Även Brann och KR Reykjavik har hört sig för: "Jag tror att jag kommer lämna."https://t.co/MCZqRSbJJW
— NT-sporten (@NTsporten) November 21, 2024
Athugasemdir