Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 25. nóvember 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR bauð í Jónatan Guðna - „Virkilega spennandi leikmaður"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Guðni Arnarsson hefur verið á reynslu hjá sænska félaginu Norrköping. Hann hefur í vetur farið í tvígang til Norrköping og spilaði á dögunum æfingaleik með liðinu. Hann er 17 ára kantmaður sem skoraði eitt mark í Lengjudeildinni og eitt í bikarnum í sumar.

Hann var í viðtali við staðarmiðilinn NT í kringum leikinn og sagði þá frá því að Brann í Noregi og KR hafi einnig sýnt sér áhuga. Jónatan er leikmaður Fjölnis en segir í viðtalinu að hann búist við því að fara frá félaginu í vetur.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR og yfirmann fótboltamála hjá félaginu, og var hann spurður út í hinn efnilega Jónatan.

„Við gerðum tilboð í hann og því var hafnað. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og klárt mál að við hefðum haft áhuga á að fá hann. Hann æfði með okkur í vær vikur áður en hann fór út til Norrköping, virkilega spennandi leikmaður," segir Óskar Hrafn.

Jónatan er unglingalandsliðsmaður sem samningsbundinn er Fjölni út tímabilið 2026.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner