Enski miðjumaðurinn Adam Lallana var heppinn að sleppa við rautt spjald í leik Southampton gegn Liverpool í dag en þetta sagði sparkspekingurinn Roy Keane á Sky í dag.
Lallana fékk að líta gula spjaldið á 23. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Ryan Gravenberch.
Englendingurinn steig á ökklann á Gravenberch og kölluðu leikmenn eftir rauðu spjaldi en fengu ekki.
„Hann er ekki með stjórn og er ekki einu sinni að horfa á boltann. Þeir hafa horft á karakter leikmannsins, enda er hann ekki þessi grófa týpa. Southampton slapp með skrekkinn þarna og þetta lítur bara verr út því oftar sem ég horfi á þetta,“ sagði Keane.
Lallana, sem var áður á mála hjá Liverpool, fór meiddur af velli fjórtán mínútum síðar.
Lallana wasn't sent off for this and var didn't do a thing. Don't think we don't know what you're up to @FA_PGMOL pic.twitter.com/DjybwoYz3r
— WAZ (@Waz612) November 24, 2024
Athugasemdir