Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Var Lallana heppinn að fá ekki rautt gegn gömlu félögunum? - „Horfir ekki einu sinni á boltann“
Adam Lallana brýtur á Gravenberch
Adam Lallana brýtur á Gravenberch
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Adam Lallana var heppinn að sleppa við rautt spjald í leik Southampton gegn Liverpool í dag en þetta sagði sparkspekingurinn Roy Keane á Sky í dag.

Lallana fékk að líta gula spjaldið á 23. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Ryan Gravenberch.

Englendingurinn steig á ökklann á Gravenberch og kölluðu leikmenn eftir rauðu spjaldi en fengu ekki.

„Hann er ekki með stjórn og er ekki einu sinni að horfa á boltann. Þeir hafa horft á karakter leikmannsins, enda er hann ekki þessi grófa týpa. Southampton slapp með skrekkinn þarna og þetta lítur bara verr út því oftar sem ég horfi á þetta,“ sagði Keane.

Lallana, sem var áður á mála hjá Liverpool, fór meiddur af velli fjórtán mínútum síðar.


Athugasemdir
banner
banner