Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Skilur ekkert í ákvörðun dómarans - „Getum ekki sætt okkur við þetta“
Carlos Baleba í leik með Brighton
Carlos Baleba í leik með Brighton
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn sterki Carlos Baleba fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Brighton á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, fannst ákvörðunin undarleg.

Baleba hefur komið sterkur inn í lið Brighton og hefur þegar verið orðaður við stærri félög.

Hann fékk sitt annað gula spjald á 59. mínútu leiksins eftir baráttu við Milos Kerkez, leikmann Bournemouth.

Kerkez var að hlaupa á eftir boltanum og rétt náði að pota honum áður en Baleba mætti sem steig með fótinn í grasið. Stuart Attwell, dómari leiksins, gaf honum seinna gula og þar með rautt.

„Þetta er svo augljóst. Þetta getur ekki verið seinna gula, ekki séns. Vonandi mun dómarann horfa á þetta og draga þetta til baka því þetta var aldrei gult spjald. Við getum ekki sætt okkur við þetta,“ sagði Hürzeler.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Baleba Second Yellow
byu/LostSandyPenguin inBrightonHoveAlbion

Athugasemdir
banner
banner