Heimild: Dr. Football
Geir Þorsteinsson hefur verið ráðinn í starf hjá KR en hann verður rekstrarstjóri knattspyrnudeildar.
Greint var frá því í hlaðvarpi Dr. Football að Geir væri að fara í starf hjá KR en hann hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri hjá Leikni og þar á undan hjá ÍA.
Greint var frá því í hlaðvarpi Dr. Football að Geir væri að fara í starf hjá KR en hann hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri hjá Leikni og þar á undan hjá ÍA.
Geir hefur komið víða við í starfi fótboltahreyfingarinnar en hann var framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands frá 1997 til 2007 og síðan formaður frá árinu 2007 til ársins 2017.
Geir er Vesturbæingu og uppalinn KR-ingur en hann gengdi stjórnarstörfum hjá félaginu áður en hann færði sig til KSÍ.
Það hafa orðið miklar breytingar bak við tjöldin hjá KR og félagið ætlar sér stóra hluti. Fjölmargir leikmenn hafa gengið í raðir meistaraflokks KR síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins.
Athugasemdir