Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust í stórslagnum - Snéri aftur á völlinn sex mánuðum eftir alvarleg meiðsli
Úr leik Milan og Juventus
Úr leik Milan og Juventus
Mynd: Getty Images
Giorgi Scalvini sést hér spila með Atalanta í kvöld, aðeins tæpum sex mánuðum eftir að hafa slitið krossband
Giorgi Scalvini sést hér spila með Atalanta í kvöld, aðeins tæpum sex mánuðum eftir að hafa slitið krossband
Mynd: Getty Images
Milan og Juventus gerðu markalaust jafntefli í stórslag helgarinnar í Seríu A á Ítalíu.

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda voru þarna að mætast tvö af stærstu liðum Ítalíu.

Leikurinn var hins vegar ekkert sérstaklega skemmtilegur. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér eitthvað sem mætti kallast dauðafæri.

Kenan Yildiz komst líklega næst því að skora fyrir Juventus er hann reyndi skot fyrir utan teig í fyrri hálfleik en skot fór framhjá markinu á meðan mesta ógn Milan kom eftir föst leikatriði.

Markalaust jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða miðað við gang leiksins. Juventus er í 6. sæti með 25 stig en Milan með 19 stig í sætinu fyrir neðan.

Atalanta er komið á toppinn í deildinni eftir að hafa unnið nýliða Parma, 3-1.

Argentinski-ítalski framherjinn Mateo Retegui kom gestunum í forystu á 4. mínútu og bætti brasilíski miðjumaðurinn Ederson við öðru áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Matteo Cancellieri hélt Parma inn í leiknum með marki snemma í síðari hálfleiknum en þegar stundarfjórðungur var eftir tryggði Ademola Lookman sigurinn.

Það vakti athygli að ítalski varnarmaðurinn Giorgio Scalvini kom inn af bekknum hjá Atalanta undir lokin. Hann var að snúa aftur á völlinn aðeins tæpum sex mánuðum eftir að hafa slitið krossband.

Mögnuð endurkoma hjá Scalvini sem er talinn einn allra efnilegasti miðvörður Ítalíu.

Sigurinn kom Atalanta á toppinn, að minnsta kosti um stundarsakir, en liðið er með 28 stig. Inter er í öðru sæti með jafnmörg stig, en lakari markatölu en Atalanta.

Milan 0 - 0 Juventus

Parma 1 - 3 Atalanta
0-1 Mateo Retegui ('4 )
0-2 Ederson ('39 )
1-2 Matteo Cancellieri ('49 )
1-3 Ademola Lookman ('75 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 16 11 4 1 42 15 +27 37
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner
banner