Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 07:40
Elvar Geir Magnússon
Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal - Guler eftirsóttur
Powerade
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Arda Guler.
Arda Guler.
Mynd: EPA
Chelsea og Arsenal þurfa að borga 115 milljónir punda ef þau vilja fá Alexander Isak og Jose Mourinho kveður niður slúðursögur. Þetta og svo mikið mikið meira í mánudagsslúðrinu.

Chelsea hefur blandað sér í baráttu við Arsenal um sænska sóknarmanninn Alexander Isak (25) en Newcastle vill fá að minnsta kosti 115 milljónir punda fyrir hann. (Teamtalk)

Arsenal, Aston Villa, AC Milan og Juventus reyna að fá Arda Guler (19) en núr er ljóst að spænska félagið Real Madrid er opið fyrir því að lána tyrkneska landsliðsmanninn. (Caughtoffside)

Þýska félagið Hamburg er að íhuga að ráða Ruud van Nistelrooy sem nýjan stjóra. (Sky Sports Þýskalandi)

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur vísað á bug vangaveltum um að tyrkneska félagið ætli að gera tilboð í Cristiano Ronaldo (39), framherja Al-Nassr. (Goal)

Angel Gomes (24), miðjumaður Lille og Englands, ætlar að snúa aftur til Manchester United eftir að Rúben Amorim gaf félaginu grænt ljós á að semja við hann aftur. (Caughtoffside)

Nottingham Forest er í langt komið í viðræðum við bakvörðinn Ola Aina (28) um nýjan samning. Núverandi samningur nígeríska landsliðsmannsins rennur út í sumar sem þýðir að honum verður frjálst að semja við erlend félög frá og með janúar. (Athletic)

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, mun fá að styrkja liðið í janúarglugganum en Palace er fallhættu. (Football Insider)

Real Sociedad telur ómögulegt að halda spænska landsliðsmanninum Martin Zubimendi (25). Arsenal og Liverpool vilja bæði fá miðjumanninn sem er metinn á 60 milljónir evra (49,9 milljónir punda). (Todofichajes)

Wayne Rooney ætlar að gera tilboð í Jayden Danns (18) framherja Liverpool til að styrkja sóknarmöguleika sína hjá Plymouth. (Sun)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, og íþróttastjórinn Paul Mitchell hafa fundað með Sádi-arabísku eigendum félagsins um áætlanir fyrir janúargluggann. (Chronicle)

Manchester City hefur áhuga á Illia Zabarnyi (22) miðverði Bournemouth. Úkraínski landsliðsmaðurinn gæti verið seldur í janúar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner