Inter 2 - 0 Como
1-0 Carlos Augusto ('48 )
2-0 Marcus Thuram ('91 )
1-0 Carlos Augusto ('48 )
2-0 Marcus Thuram ('91 )
Inter tók á móti Como í seinni leik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans og var staðan markalaus í leikhlé.
Inter var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora fyrr en í upphafi síðari hálfleiks, þegar Carlos Augusto skallaði hornspyrnu frá Hakan Calhanoglu í netið.
Inter var sterkari aðilinn á vellinum en gestirnir frá Como áttu sínar rispur. Þeim tókst þó ekki að jafna, heldur var það Marcus Thuram sem innsiglaði sigur Inter á lokamínútunum.
Hann skoraði þá frábært mark eftir laglega sókn, með bylmingsskoti í nærhornið.
Ítalíumeistarar Inter eru í þriðja sæti Serie A deildarinnar eftir þennan sigur, með 37 stig eftir 16 umferðir. Nýliðar Como eru í fallbaráttu með 15 stig.
Þetta var fjórði sigurinn í röð hjá Inter í deildinni.
Athugasemdir