Vandamálin á Old Trafford, heimavelli Manchester United sem margir telja vera kominn til ára sinna, halda áfram að versna.
Það var leki í búningsklefa liðsins þar sem leikmaður hefur verið að leka mikilvægum upplýsingum og svo var einnig leki í þaki Old Trafford sem truflaði fréttamannafund, en nýjustu fregnir frá Englandi segja frá miklum músagangi.
Músagangurinn á Old Trafford er sagður vera svo mikill að hér gæti verið að ræða um músafarald.
Heilbrigðisyfirvöld sendu rannsakendur á Old Trafford og fundu þeir skýrar leifar eftir mýs og önnur nagdýr á svæðum sem matur er meðhöndlaður.
Yfirvöld neyddust því til að lækka hreinlætiseinkunn Old Trafford niður í tvær stjörnur af fimm mögulegum, en gamla einkunnin numdi fjórum stjörnum og var því helminguð eftir heimsóknina.
Athugasemdir