Gríski auðmaðurinn Evangelos Marinakis er búinn að ráða Lina Souloukou sem framkvæmdastýru fyrirtækis síns.
Souloukou mun einnig gegna starfi framkvæmdastýru Nottingham Forest, en hún starfaði síðast sem framkvæmdastýra hjá ítalska félaginu AS Roma.
Souloukou sagði upp starfi sínu hjá Roma í haust eftir að alvarlegar hótanir bárust henni í kjölfar þess að Daniele De Rossi var rekinn úr þjálfarastarfi félagsins.
Souloukou mun hefja nýtt starf 5. janúar, en Nottingham Forest er að gera frábæra hluti á úrvalsdeildartímabilinu þar sem liðið er afar óvænt í fjórða sæti ensku deildarinnar.
Souloukou hefur áður starfað fyrir Evangelos Marinakis hjá Olympiakos.
Nottingham Forest is pleased to announce the appointment of Lina Souloukou as its new CEO, effective from 5 January 2025. ????
— Nottingham Forest (@NFFC) December 23, 2024
Athugasemdir