Franski varnarmaðurinn Raphaël Varane mætti á bikarleik hjá uppeldisfélagi sínu Lens gegn stórveldi Paris Saint-Germain um helgina.
Varane er 31 árs gamall og lék 93 landsleiki fyrir Frakkland á ferlinum, en er í dag stjórnarmaður hjá ítalska félaginu Como.
Varane vildi njóta bikarleiksins hjá Lens og mætti því á völlinn dulbúinn sem hver annar stuðningsmaður, þar sem hann lét ekki sjást í andlitið á sér. Með þessum hætti gat Varane notið leiksins án truflana.
Lokatölur urðu 1-1 en PSG hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.
Retour aux sources… N’essaye pas de leur expliquer, ils ne peuvent pas comprendre ??????
— Raphaël Varane (@raphaelvarane) December 23, 2024
Love football, the emotions. This is what it is all about !! pic.twitter.com/Jggi350WMM
Athugasemdir