Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varane fór dulbúinn á leik hjá uppeldisfélaginu
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Raphaël Varane mætti á bikarleik hjá uppeldisfélagi sínu Lens gegn stórveldi Paris Saint-Germain um helgina.

Varane er 31 árs gamall og lék 93 landsleiki fyrir Frakkland á ferlinum, en er í dag stjórnarmaður hjá ítalska félaginu Como.

Varane vildi njóta bikarleiksins hjá Lens og mætti því á völlinn dulbúinn sem hver annar stuðningsmaður, þar sem hann lét ekki sjást í andlitið á sér. Með þessum hætti gat Varane notið leiksins án truflana.

Lokatölur urðu 1-1 en PSG hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner