Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
England: Sjöundi sigurinn í röð hjá Willum og félögum
Á toppnum um jólin.
Á toppnum um jólin.
Mynd: Getty Images
Crawley 0 - 1 Birmingham
0-1 Jay Stansfield ('79)

Willum Þór Willumsson var á sínum stað í byrjunarliði Birmingham City sem heimsótti Crawley Town í League One, C-deild enska boltans í kvöld.

Willum spilaði fínan leik áður en honum var skipt af velli á 74. mínútu þegar staðan var enn markalaus.

Fimm mínútum eftir skiptinguna tók Birmingham forystuna og stóð að lokum uppi sem sigurvegari, 0-1.

Þetta var sjöundi sigur Birmingham í röð í öllum keppnum og trónir liðið á toppi deildarinnar með 45 stig eftir 19 umferðir, með einu stigi meira og leik til góða á Wycombe sem situr í öðru sæti.

Alfons Sampsted er einnig samningsbundinn Birmingham en hefur ekki spilað keppnisleik síðan í fyrrihluta nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner