Á forsíðu Fótbolta.net er í gangi kosning á fótboltamanni ársins að mati lesenda síðunnar. Kosningu lýkur í fyrramálið.
Úrslitin verða síðan gerð kunn í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 á morgun milli 12 og 14.
Úrslitin verða síðan gerð kunn í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 á morgun milli 12 og 14.
Hægt er að velja milli þeirra fjögurra fótboltamanna sem komust á topp tíu listann yfir íþróttamann ársins. Þá eru þetta þau fjögur sem voru efst í vali KSÍ. Þau eru:
- Albert Guðmundsson sem fór á kostum í ítölsku A-deildinni og var keyptur til Fiorentina. Albert skoraði þrennu gegn Ísrael í umspili Íslands um að komast á EM.
- Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München. Hún varð þýskur meistari, hjálpaði Íslandi að komast á EM og varð efst miðvarða í Ballon d'Or valinu.
- Orri Steinn Óskarsson sem lék frábærlega með FCK og var keyptur til Real Sociedad á Spáni. Orri skoraði þrjú mörk fyrir Ísland í Þjóðadeildinni og stimplaði sig inn sem lykilmaður liðsins.
- Sveindís Jane Jónsdóttir varð þýskur bikarmeistari með Wolfsburg og er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem tryggði sér farseðilinn á EM í Sviss.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir