Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir samning við ÍBV og verður hann með liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Víðir er fæddur árið 1992 og á að baki 140 leiki í efstu deild og 22 mörk. Hann er Eyjamaður en hefur einnig leikið með Stjörnunni, Fylki og Þrótti á sínum ferli.
Hann lék með ÍBV tímabilið 2020 en var svo með KFS til ársins 2024 þegar hann sneri aftur í ÍBV. Hann skoraði tvö mörk í 13 leikjum á síðasta tímabili þegar ÍBV vann sér sæti í Bestu deildinni.
Víðir er fæddur árið 1992 og á að baki 140 leiki í efstu deild og 22 mörk. Hann er Eyjamaður en hefur einnig leikið með Stjörnunni, Fylki og Þrótti á sínum ferli.
Hann lék með ÍBV tímabilið 2020 en var svo með KFS til ársins 2024 þegar hann sneri aftur í ÍBV. Hann skoraði tvö mörk í 13 leikjum á síðasta tímabili þegar ÍBV vann sér sæti í Bestu deildinni.
„Víðir er búinn að vera æfa með okkur og ég hugsa að staðan á honum skýrist á næstu dögum, hvort hann verði með okkur eða ekki. Það er ekki alveg komið í ljós," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, í viðtali við Fótbolta.net í lok janúar. Niðurstaðan er sú að Viðar er búinn að skrifa undir samning sem gildir út komandi tímabil.
Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Jovan Mitrovic frá Serbíu
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór á láni
Þorlákur Breki Baxter frá Stjörnunni á láni
Farnir
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)
Jón Ingason
Jón Arnar Barðdal í KFG
Samningslausir
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Athugasemdir