,,Alltaf markmiðið að fara út''
Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net á dögunum og var spurð út í bæði atvinnumennsku og landsliðið.
Hildur sneri til baka eftir meiðsli á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk í tíu leikjum þegar Breiðablik endaði í 2. sæti Íslandsmótsins.
Hildur sneri til baka eftir meiðsli á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk í tíu leikjum þegar Breiðablik endaði í 2. sæti Íslandsmótsins.
Nokkrar úr liði Breiðabliks héldu út í atvinnumennsku í vetur en Hildur varð áfram í Kópavoginum.
„Ég spilaði bara hálft tímabilið í fyrra og maður vill taka heilt tímabil eftir svona meiðsli," sagði Hildur.
Að sjá liðsfélagana fara út í atvinnumennsku, hvetur það þig áfram að geta mögulega verið ein af þeim sem fer út í framtíðinni?
„Já, þetta er alltaf markmiðið að fara út, bara spurningin hvenær rétta tímasetningin er."
En varðandi landsliðið, maður hugsar hvenær þú fáir kallið í landsliðið. Ert þú að hugsa um það sjálf?
„Já, ég hugsa um þetta sjálf og mér finnst ég eiga að vera þarna. Ég segi það bara hreint og beint út þótt það sé landsliðsþjálfarinn sem velur þennan hóp og ég virði það. Ég er miðjumaður og veit að það er erfiðasta staðan til að komast inn í landsliðið. Ég bara bíða eftir kallinu," sagði Hildur.
Athugasemdir