fös 28. október 2022 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norskt félag búið að bjóða í Kjartan Kára
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur norskt félag boðið í Kjartan Kára Halldórsson sem er leikmaður Gróttu. Kjartan var í sumar markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar hér á Fótbolti.net.

Kjartan er nítján ára sóknarmaður sem skoraði sautján deildarmörk í sumar og þrjú í bikarnum.

Fram hefur komið að Valur hafi boðið í hann í sumar, Grótta samþykkti tilboðið en hætti svo við. Breiðablik og Stjarnan eru önnur félög sem hafa verið nefnd í tengslum við Kjartan.

Kjartan fór fyrr í þessum mánuði á reynslu til norska félagsins Haugasunds.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner