Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 30. mars 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Víkings fastur í Tyrklandi
Atli Fannar Jónsson kom til Víkings frá ÍBV í vetur.
Atli Fannar Jónsson kom til Víkings frá ÍBV í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Víkings R. komu heim úr æfingaferð í Tyrklandi í gær. Í hópinn vantaði Atla Fannar Jónsson en hann gat ekki ferðast heim þar sem vegabréfi hans hafði verið stolið.

Atli Fannar skilaði vegabréfi sínu í geymslu á hótelinu við komuna til Tyrklands og síðan hefur vegabréfið ekki sést.

,,Hótelið var með alla passana og skilaði þeim af sér fyrir helgina. Þá fóru þeir í vörslu upp á herbergi," sagði Haraldur V Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings við Fótbolta.net í dag.

,,Við vitum ekki hvort passinn hafi ekki verið í bunkanum þegar við fengum þá aftur eða hvort að honum hafi verið stolið inni á herberginu. Það er aukaatriði, núna erum við að vinna í að redda þessu."

,,Það verið að vinna í að koma honum heim. Ég er að fara í flug til Tyrklands með pappíra og við reynum að koma heim sem allra fyrst. Ég ætla ekki að fara í sólbað þarna úti," sagði Haraldur.

Haraldur er á leið í flug til Osló og þaðan fer hann til Istanbul í nótt. Haraldur og Atli ættu því að geta lagt af stað heim til Íslands á morgun ef allt gengur upp. Þrátt fyrir að vera einn eftir í Tyrklandi þá er Atli Fannar í fínum málum þar.

,,Hann er í góðu yfirlæti. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eru með okkur niður frá eru þarna á svæðinu og hann er í fimm stjörnu hýsingu," sagði Haraldur.

Leikmenn Víkings gátu grínast með atvikið eins og sjá má á Twitter færslum hér að neðan.















Athugasemdir
banner