„Frábær stig í frekar undarlegum leik. Mér fannst vanta meiri ákefð í okkar liði en við skoruðum frábært mark og héldum þetta út. BÍ/Bolungarvík hefur verið á flottu skriði og það reyndist erfitt að brjóta þá á bak aftur," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-0 sigur gegn BÍ/Bolungarvík.
Skagamenn eru komnir með annan fótinn upp í Pepsi-deildina en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
„Þetta var ekki fallegur fótbolti en stigin þrjú voru okkar og það skiptir máli í þessu. Við mætum KV á fimmtudaginn og ætlum að klára það markmið að ná sigri og tryggja okkur upp."
Athugasemdir