Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. október 2022 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Hlógu mikið eftir að Ronaldo hunsaði Neville
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Micah Richards, Roy Keane og Jamie Carragher, fótboltasérfræðingar Sky Sports, hlógu mikið eftir sigur Manchester United gegn West Ham um helgina. Cristiano Ronaldo var í liði Man Utd og heilsaði ekki Gary Neville þegar hann kom í viðtal hjá Sky að leikslokum.

Neville og Ronaldo voru liðsfélagar hjá Man Utd áður en Ronaldo fór til Real Madrid og hefur Neville alltaf haft miklar mætur á honum, enda einn af bestu fótboltamönnum sögunnar.

Undanfarin hefur Neville verið afar gagnrýninn á hegðun Ronaldo og talaði fyrir því að best væri fyrir Man Utd að losa sig við portúgölsku stórstjörnuna sem fyrst.

Ronaldo hefur ekki tekið vel í þessi stöðugu ummæli Neville og neitaði því að taka í höndina á honum.

Carragher hló sérstaklega mikið af þessu vegna þess að hann hefur lent í svipuðu sjálfur. Hann talaði illa um Ronaldo á síðustu leiktíð og neitaði Portúgalinn að heilsa honum þegar hann mætti í viðtal eftir leik þá, en þá heilsaði hann hins vegar Neville innilega.


Athugasemdir
banner
banner