Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 25. maí 2011 08:30
Magnús Már Einarsson
Steinþór búinn að fiska 6 víti í 8 leikjum - „Er ekki að leika neitt"
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur fiskað sex vítaspyrnur í átta deildar og bikarleikjum með norska liðinu Sandnes Ulf á þessu tímabili.

,,Ég væri nú frekar til í að vera búinn að skora sex mörk, það er það sem telur á ferilskránni en ekki einhver víti," sagði Steinþór í léttum tón við Fótbolta.net í gær.

,,Varnarmennirnir í þessari deild eru ekkert að spá í því að fylgja mönnunum. Þeir vilja vinna boltann 1, 2 og 3 og ég læt þá bara tækla mig. Það er alltaf brot þannig að maður er ekkert að leika þetta neitt."

,,Vítaskytttan er mjög ánægð með þetta, hann skorar vanalega ekki mörk þannig að hann er kampakátur með þetta."

Tvær af vítaspyrnunum hafa verið nokkuð óvenjulegar en báðar komu þeir eftir pirring hjá andstæðingunum.

,,Í fékk vítaspyrnu í leik á móti Mjøndalen. Það lá einn gaur hjá þeim eftir og við vorum með boltann í sókn og þeir vildu fá boltann út af. Við ákváðum að halda áfram og dómarinn stoppaði ekki leikinn. Það er oft sem menn liggja í teignum og það er ekkert að þeim og það var ekkert að þessum gaur."

,,Ég fékk boltann og hleyp inn í teiginn og þeir eru svo pirraðir að annar leikmaður ákvað að negla mig niður. Ég var með smá samviskubit þar sem ég er vanur að sparka boltanum út af en það var samt búið að gerast atvik fyrr í leiknum þar sem þeir spörkuðu boltanum ekki út af þegar maður lá meiddur hjá okkur."


,,Við fengum líka hornspyrnu á síðustu mínútunum í bikarleik fyrr á tímabilinu. Það var 0-0 þegar markvörðurinn tók utan um mig og henti mér í jörðina af því hann var eitthvað pirraður á því að ég var að stíga utan í hann og dómarinn dæmdi víti."

Þrátt fyrir að Steinþór hafi fiskað svona margar vítaspyrnur er Sandnes Ulf einungis með sex stig eftir tvo leiki. Steinþór fiskaði vítaspyrnu í 3-1 sigri á Kongsvinger um síðustu helgi en eftir þann leik er Sandnes Ulf í tólfta sæti af sextán liðum í fyrstu deildinni.

,,Við erum bara búnir að vinna tvo leiki í deildinni en við erum samt búnir að spila vel. Við erum oft búnir að vera betri aðilinn í leiknum en höfum fengið eitt eða tvö mörk á okkur," sagði Steinþór.
banner
banner
banner