Adnan Januzaj, ungstirnið hjá Manchester United, mun líklega leika með landsliði Kosovo í fyrsta opinbera landsleik landsins í næsta mánuði.
Kosovo leikur þá gegn Haiti, en landið hefur enn ekki verið viðurkennt af Sameinuðu Þjóðunum og er því ekki gjaldgengt að mati FIFA.
Forráðamenn knattspyrnusambandsins í Kosovo hafa staðfest að viðræður séu í gangi við Januzaj og að líkur séu á að hann muni koma við sögu gegn Haíti.
Kosovo leikur þá gegn Haiti, en landið hefur enn ekki verið viðurkennt af Sameinuðu Þjóðunum og er því ekki gjaldgengt að mati FIFA.
Forráðamenn knattspyrnusambandsins í Kosovo hafa staðfest að viðræður séu í gangi við Januzaj og að líkur séu á að hann muni koma við sögu gegn Haíti.
Þáttaka Januzaj í leikjum Kosovo skuldindir hann því ekki við landsliðið, heldur gæti hann enn spilað fyrir aðrar þjóðir. Fimm þjóðir berjast hart um að fá Januzaj til að velja sitt landslið, en þessi bráðefnilegi leikmaður á enn eftir að gera upp hug sinn.
Athugasemdir