„Maður leitar á ýmsa staði til að fá leikmenn sem vilja koma," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, við Fótbolta.net í dag.
Víkingur tilkynnti í vikunni að félagið hefði fengið tvo leikmenn á láni frá Afríku. Um er að ræða Eric Kwakwa frá Gana og Kwame Quee frá Sierra Leone.
Víkingur tilkynnti í vikunni að félagið hefði fengið tvo leikmenn á láni frá Afríku. Um er að ræða Eric Kwakwa frá Gana og Kwame Quee frá Sierra Leone.
„Það er miklu auðveldara að fá leikmenn frá Afríku en frá Skandinavíu og Englandi. Það er erfitt fyrir okkur að leita að leikmönnum í Skandinavíu og Englandi. Það kostar mikið og það er líka spurning hvort leikmenn þaðan vilji koma á svona lítinn stað," sagði Ejub.
Eric og Kwame hafa verið að mæta á sína fyrstu æfingar undanfarna daga.
„Það á eftir að koma í ljós hvort að þeir séu með gæðin sem við leitum eftir. Það er erfitt að dæma leikmenn eftir æfingar eins og í gær þar sem var hávaða rok og kuldi. Það er langbest að láta nokkrar vikur líða áður en maður hefur stór orð um þá."
Eric verður líklega ekki í hóp gegn Grindavík á sunnudag en Kwame gæti verið í hópnum þar.
„Hann er allt öðruvísi leikmaður en við eigum og hann verður kannski í hóp. Hann getur spilað framarlega á miðjunni og á kantinum. Hann á að vera hraður," sagði Ejub um Kwame.
Efast um frekari liðsstyrk fyrir gluggalok
Ólafsvíkingar hafa verið að leita liðsstyrk undanfarnar vikur en má búast við að fleiri nýir leikmenn komi til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudaginn?
„Vandamálið hjá okkur er ekki endilega magn af leikmönnum. Við höfum verið að leita að mönnum í ákveðnar stöður en ég efast um að við fáum þá. Vonandi finnum við menn í þessar stöður 15. júlí eða einhverjir leikmenn í hópnum ná að stelast í þessar stöður," sagði Ejub.
Víkingur Ólafsvík tapaði naumlega gegn KR um síðustu helgi en næsti leikur liðsins en Ejub er brattur fyrir leikinn gegn Grindavík á sunnudaginn.
„Þó að margir haldi annað, sem er eðlilegt, þá hef ég trú á að við getum gefið öllum leik. Ef þú ert að gefa einhverjum leik og ert inni í leiknum þá áttu möguleika á að vinna. Ég hef fulla trú á að við getum fengið eitthvað á móti Grindavík eins og öllum öðrum liðum," sagði Ejub að lokum.
Athugasemdir