Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 25. ágúst 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjálmar Örn spáir í 18. umferð Pepsi-deildarinnar
Hjálmar Örn spáir í leiki umferðarinnar í Pepsi-deildinni.
Hjálmar Örn spáir í leiki umferðarinnar í Pepsi-deildinni.
Mynd: Úr einkasafni
Hjálmar spáir Blikum sigri gegn Stjörnunni í toppslag.
Hjálmar spáir Blikum sigri gegn Stjörnunni í toppslag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er spámaður umferðarinnar í Pepsi-deild karla.

Hjálmar hefur farið á kostum í auglýsingum fyrir Pepsi-deildina sem Grétar Guðjohnsen, "leikmaður KR".

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasunds, var með einn réttan þegar hann spáði í síðustu umferð. Hjálmar ætlar að reyna að skáka markaskoraranum.

Víkingur R. 2 - 2 KA (klukkan 17:00 á eftir)
Hörkuleikur þarna og ég spá markajafntefli. Lokatölur verða 2-2.

Stjarnan 0 - 1 Breiðblik (klukkan 18:00 á eftir)
Risaleikur í Garðabænum en bæði lið verða hrædd og vilja ekki tapa. Leikurinn endar 0-1 fyrir Blikum.

Valur 3 - 0 Fjölnir (klukkan 20:00 í kvöld)
Því miður fyrir vini mína í Grafarvoginum þá skella Valsmenn þeim og vinna örugglega 3-0.

KR 1 - 1 ÍBV (klukkan 14:00 á morgun)
Þessir leikir bjóða alltaf uppá fjör en hér endar allt í lás 1-1.

Keflavík 0 - 3 FH (klukkan 18:00 á morgun)
Það verður aðeins lengri bið hjá Keflvíkingum eftir sínum fyrsta sigri.

Fylkir 2 - 0 Grindavík (klukkan 18:00 á mánudag)
Spái met mætingu í Árbæinn og glæsilegum sigri Fylkis, 2-0. Það verður eitt rautt spjald!

Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Halldór Jón Sigurðsson (Donni) 3 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson 2 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hólmbert Aron Friðjónsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Orri Sigurður Ómarsson 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner