Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 18. september 2018 13:04
Magnús Már Einarsson
Hörður frá í 2-3 vikur - Missir af fyrsta leik í Meistaradeild
Tæpur fyrir leikinn gegn Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon verður frá keppni næstu 2-3 vikurnar eftir að hafa meiðst í leik CSKA Moskvu og UFA um helgina.

Hörður verður því fjarri góðu gamni þegar CSKA Moskvu heimsækir tékkneska félagið Viktoria Plzen í Meistaradeildinni annað kvöld.

Hörður er einnig tæpur fyrir leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni eftir tvær vikur.

Hins vegar ætti hann að vera kominn á fulla ferð fyrir leiki Íslands gegn Fraklkandi og Sviss í október.

Arnór Sigurðsson er einnig á mála hjá CSKA Moskva og hann er heill heilsu fyrir leikinn á morgun.

Framherjinn Abel Hernandez er líka á meiðslalistanum eins og Hörður.
Athugasemdir
banner
banner