Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en FH-ingar tryggðu sér þar Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.
Fyrr í sumar heimsótti Fótbolti.net lið FH á æfingu þar sem að Þorsteinn Lár Ragnarsson tók upp myndband þar sem að liðið spreytti sig í sláarkeppni.
Keppnin gengur út á það að reyna að hitta í slána með skoti frá miðju vallarins.
Næsta sumar stefnir Fótbolti.net á að leyfa öllum liðunum í Pepsi-deildinni að spreyta sig í þessari keppni.
Hér að ofan má sjá hvernig FH-ingum gekk að hitta slána og þá er einnig viðtal við Davíð Þór Viðarsson fyrirliða þeirra.