Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   sun 03. maí 2015 12:20
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Upphitunarþáttur okkar í fullri lengd
Tveggja tíma upphitun fyrir Pepsi-deildina
Stjarnan er Íslandsmeistari.
Stjarnan er Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net og X-ið 97,7 voru með sinn upphitunarþátt fyrir Pepsi-deildina í gær á X-inu. Um er að ræða tveggja tíma þátt.

Heildarupptökur koma inn á Vísi

Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, var gestur þáttarins. Brynjar átti flottan feril sem atvinnumaður og lék meðal annars með Reading í ensku úrvalsdeildinni.

Umsjónarmenn þáttarins, Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson, skoðuðu liðin í deildinni. Farið var yfir bestu kaupin og lykilmennina.

Þá var sérfræðingurinn Guðmundur Steinarsson á sínum stað og kom með spá fyrir leiki fyrstu umferðar og við tókum púlsinn á Erlendi Eiríkssyni dómara.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir
banner
banner