Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 11:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Leicester og Chelsea: Palmer klár í slaginn - Vardy byrjar
Mynd: Getty Images

Enska úrvalsdeildin er að hefjast á ný eftir landsleikjahlé. Leikur Leicester og Chelsea er fyrstur á dagskrá.

Fjórar breytingar eru á liði Leicester sem tapaði 3-0 gegn Man Utd. Issahaku Fatawu er með slitið krossband og spilar ekki meira á tímabilinu. Jamie Vardy snýr aftur en hann var ekki í hópnum gegn Man Utd.

Þrjár breytingar eru á liði Chelsea. Joao Felix, Enzo Fernandez og Benoit Badiashile koma inn fyrir Pedro Neto, Malo Gusto og Romeo Lavia.

Cole Palmer og Levi Colwill hafa jafnað sig af meiðslum og eru í byrjunarliðinu.


Leicester: Hermansen, Justin, Faes, Okoli, Kristiansen, Winks, Soumare, Ndidi, McAteer, El Khannouss; Vardy.

Varamenn: Ward, Coady, Thomas, Choudhury, Skipp, De Cordova-Reid, Mavididi, Ayew; Daka. 


Chelsea: Sanchez, Fofana, Badiashile, Colwill, Cucurella, Caicedo, Enzo, Madueke, Palmer, Joao Felix; Jackson.

Varamenn: Jorgensen, Bettinelli, Tosin, Veiga, Lavia, Dewsbury-Hall, Sancho, Mudryk; Nkunku.


Athugasemdir
banner